Stofnfundur félags um samfélagsþróun á Borgarfirði

Stofnfundur félags um samfélagsþróun Boðað hefur verið til stofnfundar í félagi um samfélagsþróun á Borgarfirði eystra. Fer fundurinn fram í Fjarðarborg miðvikudagskvöldið 17. júlí klukkan 20:00.
Áhugahópur um málefnið hefur hist á tveimur opnum fundum í júní og er mikill hugur í fólki.
Samkvæmt drögum að samþykktum hins óstofnaða félags er markmið þess að stuðla að samfélagsþróun á Borgarfirði með áherslu á tækifæri fyrir nýja íbúa að setjast að í sveitarfélaginu.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
1.      Kosning fundarstjóra og fundarritara
2.      Kynning á forsögu verkefnisins
3.      Nafn á félagið
4.      Samþykktir félagsins
5.      Ákvörðun félagsgjalds
6.      Kosning stjórnar
7.      Önnur mál

Hér má sjá drög að samþykktum hins óstofnaða félags.

Félagið hefur ekki hlotið nafn og hvetjum við fólk til að leggja höfuðið í bleyti og koma með hugmyndir að nafngift á fundinn.

Vonumst til að sjá sem flesta.
-Áhugahópur um samfélagsþróun á Borgarfirði