STÖRF ÁN STAÐSETNINGAR: Lögfræðingur á sviði sveitarstjórnar- og byggðamála

Lögfræðingur á sviði sveitarstjórnar- og byggðamála - í boði er að nýta starfsaðstöðu í Fjarðarborg!

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar stöðu lögfræðings á sviði sveitarstjórnar- og byggðamála til afleysinga í eitt ár.

Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni eru m.a. vinna við gerð lagafrumvarpa, afgreiðsla stjórnsýsluverkefna og umsjón frumkvæðismála gagnvart sveitarfélögum, umsjón með samningu reglugerða og endurskoðun þeirra, aðkoma að gerð samninga o.fl., þátttaka í starfshópum á verkefnasviði skrifstofunnar, m.a. varðandi stefnumótun, samskipti við stofnanir, Alþingi og almenning.

Hæfnikröfur
Embættis- eða meistaraprófi í lögfræði.
Mjög góð þekking á stjórnsýslurétti.
Þekking á málefnum sveitarfélaga æskileg.
Gott vald á íslensku í ræðu og riti og ensku.
Kunnátta í einu Norðurlandatungumáli kostur.
Þekking á áætlunargerð æskileg.
Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt, sem og í hóp.
Drifkraftur, metnaður og skipulagshæfileikar.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert.
Um er að ræða fullt starf, tímabundið til eins árs. Athygli er vakin á því að í samræmi við byggðastefnu stjórnvalda er starfið auglýst án staðsetningar. 

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um auglýst starf. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.04.2019

Hlekkur á upprunalega auglýsingu

Smelltu hér til að sækja um starfið

Nánari upplýsingar veitir
Guðný Elísabet Ingadóttir - gudny.e.ingadottir@srn.is - 545 8200

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, aðalskrifstofa
Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála
Sölvhólsgata 7
150 Reykjavík