Styrkir til menningarmála - Viðvera menningarfulltrúa á Borgarfirði

 Á milli 15 og 17 á fimmtudaginn 22. nóv verður Signý Omarsdóttir menningarfulltrúi með viðtalstíma á Hreppstofunni. Hægt verður að ræða við Signý um málefni Menningarráðsins og ræða við hana um möguleg verkefni til umsóknar. Nánar er hægt að lesa um þessa styrki á síðunni www.austurbru.is. Við hvetjum alla þá sem eru með spennandi verkefni í hausnum að ræða við Signý, en undanfarin ár hefur töluvert fjármagn komið til Borgarfjarðar í gegnum svona styrki.