Styrkur úr Sprotasjóði

Eðlsifræði, jarðfræði og myndlist - áhugaverð blanda
Eðlsifræði, jarðfræði og myndlist - áhugaverð blanda
Það er gaman að segja frá því að skólinn fékk á dögunum umtalsverða upphæð í styrk til að efla fjölbreytta kennsluhætti í skólanum og mun sá styrkur nýtast okkur vel, ekki síst nemendum. Styrkurinn er úr Sprotasjóði Mennta- og menningarmálaráðuneytisins en markmið sjóðsins í ár var að styrkja sérstaklega verkefni sem miðuðu að aukinni ábyrgð nemenda á eigin námi útfrá styrkleikum þeirra og áhugasviði, efla hagnýtt læsi á öllum námssviðum og auka fjölmenningarlegt skólastarf. Okkar verkefni heitir: Fjölbreyttir kennsluhættir, og miðar að því að auka fjölbreytt og fagleg vinnubrögð, efla ábyrgð og styrkleika nemenda í náminu ásamt því að bæta aðbúnað og úrræði okkar til kennslu. Það er mjög ánægjulegt að við séum í hópi þeirra þriggja skóla á Austurlandi sem fengu styrk. Vinir okkar á Brúarási fengu einnig styrk sem og Nesskóli en alls fengu 27 grunnskólar styrk á öllu landinu. 172 umsóknir bárust sjóðnum og fengu 45 verkefni úthlutun. Við erum því afskaplega ánægð, stolt og þakklát. Sem hluti af okkar verkefni munu kennararnir kynna sér fjölbreyttar kennsluaðferðir, meðal annars ætlum við í heimsókn í skólana á Þórshöfn á Langanesi og Bakkafirði í þeim tilgangi.  Á myndinni sjást nemendur á yngra- og miðstigi búa til "eldgos" sem rennur úr eldfjöllunum sem þau gerðu í verkefni sem samætti nánast allar námsgreinar á meðan á því stóð.