Sumardagar á leikskólanum

Vöfflubakstur á Hólalandi
Vöfflubakstur á Hólalandi
Sumarið á Borgarfirði var einstaklega ánægjulegt finnst okkur á leikskólanum. Það var alltaf gott veður ( finnst okkur ), við fórum í skemmtilegar gönguferðir, höfðum grillpartí, bökuðum vöfflur á Hólalandi, óðum í lækjum, sóluðum okkur og eignuðumst góða vini. Venjulegur fjöldi á leikskólanum í fyrravetur var 5 börn, en hann tvöfaldaðist um tíma í sumar svo það var mikið gaman og mikið fjör. Við viljum þakka Emilíu, Birni Jóel, Sigursteini, Gylfa og Jóhanni kærlega fyrir samveruna og vonandi sjáum við ykkur sem fyrst aftur. Ef þið viljið sjá hvað var gaman hjá okkur þá smellið þið HÉR :)