Sumarfjör á leikskólanum

Þá er sumarið að renna sitt skeið og haustið heilsar okkur.Við í leikskólanum hittumst að nýju í byrjun mánaðarins, ánægð með að hittast aftur. Fyrstu dagarnir voru mjög líflegir þar sem börnin voru orðin sex og helmingurinn af þeim aðeins árs gömul. En svo fóru farfuglarnir okkar að tínast í burtu og í lok mánaðar verða aðeins fjögur börn eftir. Við þökkum litlu gleðipinnunum okkar þeim Adrían Leó og Ólöfu Elsu fyrir samveruna í sumar og hlökkum til að hitta þau aftur næsta vor. Hérna má sjá nokkur minningabrot í myndaformi frá sumrinu.