Þá er þakið eiginlega alveg farið

Þakið í dag
Þakið í dag
Það hefur verið hvasst heima á Borgarfirði núna síðustu klukkustundirnar eins og þessar myndir sýna, en þær tók Dagur Björnsson á rúntinum heima í dag. Fyrr í vetur fór hluti af gamla frystihúsþakinu út á haf, og nú enn stærri hluti. Það er spurning hvort að Hjallhóllinn hafi verið svona öflugur vindbrjótur, en þetta er fyrsti veturinn sem Borgarfjörður fer í gegnum án hans. Enginn slasaðist í þessum látum og það er fyrir öllu, en ljóst að það er þó nokkur vinna framundan í að laga þessar skemmdir.