Þemadagar að hausti

Vinnaní fullum gangi
Vinnaní fullum gangi
Undanfarna daga höfum við verið með þemadaga hér í Grunnskóla Borgarfjarðar og var þemað okkar í haust að hlaða okkur útikennslustofu. Vinnan hófst á fimmtudaginn með því að grjót og annað byggingarefni var sótt. Þar næst var efninu komið að byggingarreitnum og hófust þá mælingar en svona hleðsla þarf að vera nákvæm eigi hún að standa almennilega. Halli skyldi vera 7% innan á vegg og 20% utan á vegg og hófst þá reiknivinna þar sem prósentum var breytt yfir í gráður. Að því loknu voru settir strengir og merkingar í þeim gráðuhalla sem veggurinn átti að vera. Þá var loks hægt að byrja hleðsluna. Hlaðnir voru tveir veggir og er óhætt að segja að vel hafi til tekist. Börnin skemmtu sér vel og drukku í sig fróðleikinn um hvernig hús voru hlaðin til forna. Þessi þemavinna tók einn heilann og tvo hálfa daga og held ég að það sé vel af sér vikið að klára tvo veggi á ekki lengri tíma. En eins og gefur að skilja er húsinu ekki lokið því timburvinna og vinna við þak er eftir og verður farið fljótlega í að klára þá vinnu. Þið getið ýtt hér  til að sjá myndir.