Þjóðbúningur framtíðarinnar hannaður á Borgarfirði

Þjóðbúningur framtíðarinnar
Þjóðbúningur framtíðarinnar
Í síðustu viku kom til okkar þjóðfræðineminn Þórunn Kjartansdóttir. Hún er um þessar mundir að vinna að kennsluefni í þjóðfræði og fékk að prufa hluta þess með krökkunum. Viðfangsefnið var hefðir og var íslenski þjóðbúningurinn sértaklega tekinn fyrir. Skoðuðu krakkarnir sögu búningsins, tilurð hans og þróun frá miðri 19.öld og fram eftir 20. öldinni. Í framhaldi unnu nemendur verkefni sem fólst í því að hanna nýjan búning fyrir 21. öldina - úr verðlausu efni sem þau fundu í endurvinnslunni hér í bæ. Hefðir eru í sífelldri endurnýjun og endurvinnslu, skapað er eitthvað nýtt af gömlum grunni, því var upplagt að nýta þennan samnefnarar sem hefðir og endurvinnslan hafa og skapa eitthvað nýtt. Verkefnið heppnaðist mjög vel og nemendur voru mjög áhugasamir og skapandi í hönnun sinni á nýjum þjóðbúning eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

 

Myndir/Pictures