Þjóðleikur í eldri deild

Hópurinn á æfingu með Stjána þegar hann var fótbrotinn
Hópurinn á æfingu með Stjána þegar hann var fótbrotinn
Nemendur í eldri deild skólans eru um þessar mundir að undirbúa sig fyrir Þjóðleik. Þau hafa ákveðið að sýna verk sem heitir Hlauptu – týnstu eftir Berg Ebba og hafa undanfarnar vikur verið að aðlaga verkið að stærð hópsins og útfæra sviðsmynd og búninga. Leikritið verður sýnt á árshátíð skólans 21.mars og svo verður Þjóðleikshátíðin haldin í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í apríl.