Þjónustukönnun

Kæru Borgfirðingar, verkefnisstjórnin “að vera valkostur” hefur sett upp vefkönnun um þjónustu í Borgarfjarðarhreppi sem okkur langar að hvetja ykkur til að svara.

Tengil á könnunina má finna hér

Könnunin er þáttur í verkefninu „Borgarfjörður eystri - Að vera valkostur“ og er markmið hennar að kortleggja þjónustuþörf og gæði þjónustu á Borgarfirði. Könnunin er fyrst og fremst ætluð þeim sem þekkja vel til á Borgarfirði, búa þar eða heimsækja okkur oft.

Niðurstöður verða nýttar til að þrýsta á um bætta þjónustu út frá þörfum samfélagsins og verða þær kynntar sveitarstjórn og helstu þjónustuaðilum í sveitarfélaginu.

Við vonumst eftir góðri svörun því eftir því sem fleiri svara könnuninni verða niðurstöður hennar áhrifameira tæki í hagsmunabaráttu Borgfirðinga.

Hægt verður að svara könnuninni þangað til kl. 23:30 föstudaginn 25.nóvember.

Ef ykkur vantar aðstoð eða upplýsingar varðandi könnunina er hægt að hafa samband við verkefnisstjórnina:

Óttar Már s: 848-2249
Kristján Geir s:847-5811
Ásta Hlín s: 846-6218

Einnig verður hægt að hitta á okkur á efri hæðinni í Fjarðarborg á milli 13:00 -17:00 í vikunni.

Þá hvetur verkefnisstjórnin ykkur til að leggja fólki lið sem hefur ekki aðgang að tölvu og hvetja það til að svara könnuninni.

Verkefnisstjórnin “Að vera valkostur”