Þorrablót 2014

Þorrinn blótaður. Á þriðjudaginn fengu nemendur og leikskólabörn að kynnast súrmat, hákarli og öðru því sem telst til þorramats á litlu þorrablóti í hádeginu. Við buðum skólabílstjórum og sveitastjóra að snæða með okkur. Hákarlinn vakti sérstaka lukku nemenda enda um gæðahákarl frá honum Kalla að ræða. Á blótinu okkar sungum við nokkur vel valin lög, farið var með gamanmál og eftir matinn var farið í skotbolta í salnum. Þorrablótsnefndinni sendum við bestu kveðjur og þakkir.

Fyrir blót sýndu elstu nemendur afrakstur vinnu sinnar í tengslum við lestur á Gísla Súrssyni og var frumsýning þeirra vel við hæfi þennan skemmtilega dag. Hér fyrir neðan má sjá myndir af blótinu.