Þorrablót í júlí í Fjarðarborg - (Videó auglýsing)

Í fyrra voru það jólin en á ár er það þorrablót í júlí hjá okkur Já Sæll bræðrum. Við munum bjóða upp á alvöru þorramat á hlaðborði, heimatilbúin skemmtiatriði, alvöru kveðskap og svo mun tónlistin verða á sínum stað, allt eins og á alvöru blóti. Svo standa yfir samningaviðræður við landsþekktan ræðumann sem mun að öllum líkindum heiðra okkur með nærveru sinni, en nánar um það síðar

 Mætum sem flest og blótum Þorra í sumarsólinni, þar sem enginn þarf að velta fyrir sér færð á Vatnsskarðinu og allir munu komast til síns heima.

 Verð fyrir allan þennan pakka er 4500.- og líkur skráningu miðvikudaginn 8. júlí kl 23:00. Skráning er í s: 472-9920 og svo má senda í gegnum facebook á Já Sæll.