Þúsund tonn

Á miðvikudaginn var landað þúsundasta tonninu á Borgarfirði á þessu almanaksári.
Það var Högni NS 10 sem landaði því. Elstu menn muna ekki eftir því að áður hafi komið svo mikið af bolfisk á land hér á einu almanaksári.

Þetta haustið hefur fiskast vel og verið alveg einstaklega góð tíð sem sjómenn hafa nýtt vel. Svo voru hér 7 aðkomubátar í tæpa tvo mánuði á veiðum.Hér kemur svo smá tölfræði yfir afla sem hefur farið í gegnum Fiskverkunina síðustu 20 ár.

1994 - 286,814 tonn
1995 - 453,531 tonn
1996 - 637,457 tonn
1997 - 654,197 tonn
1998 - 664,665 tonn
1999 - 926,594 tonn (Þar af 3 tonn af markaði)
2000 - 818,755 tonn (Þar af 168 tonn af markaði)
2001 - 914,168 tonn (Þar af 63 tonn af markaði)
2002 - 806,377 tonn (Þar af 133 tonn af markaði)
2003 - 905,508 tonn (Þar af 89 tonn af markaði)
2004 - 908,722 tonn (Þar af 100 tonn af markaði)
2005 - 911,651 tonn (Þar af 87 tonn af markaði)
2006 - 906,649 tonn (Þar af 27 tonn af markaði)
2007 - 585,597 tonn (Þar af 17 tonn af markaði)
2008 - 499,262 tonn
2009 - 656,908 tonn (Þar af 5 tonn af markaði)
2010 - 740,738 tonn (Þar af 22 tonn af markaði)
2011 - 622,036 tonn (Þar af 12 tonn af markaði)
2012 - 713,036 tonn (Þar af 11 tonn af markaði)
2013 - 723,298 tonn (Þar af 1 tonn af markaði)

Allar tölur fengnar úr hinu konunglega bókhaldi