Þvílíkt tónleikasumar á Borgarfirði

Tónleikagestir í gærkvöldi
Tónleikagestir í gærkvöldi
Það er ekki hægt að segja annað en að aðsóknin á tónleikamaraþon Jónasar Sigurðssonar hafi sprengt alla væntingaskal en húsfyllir er í Fjarðarborg kvöld eftir kvöld en það eru vel á annað hundrað gestir að jafnaði á hverjum tónleikum. Jónas hefur verið duglegur að fá til sín gesti á svið og hefur myndast alveg einstaklega skemmtilegt og persónulegt andrúmsloft á þessum tónleikum. Nú hefur Jónas lokið 13 tónleikum af 18 og því enn tækifæri á að koma og upplifa þessa tónleika. Við minnum á að frítt er á alla þessa tónleika og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Annars er allt flott að frétta úr firðinum. Bræðslusviðið er komið upp og undirbúningur á fullu á öllum vígstöðum fyrir komandi helgi en dagskráin verður tilkynnt hér á síðunni innan skamms.

Hér fylgir með myndband frá tónleikunum í gær en gestir kvöldsins voru systkinin frá Brekkubæ þau Magni, Heiðar, Viddi og Aldís.