Til hamingju Hjartasteinn

Hjartasteinn sópaði til sín verðlaunum á Eddunni 2017 og fékk alls níu verðlaun, meðal annars sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, kvikmyndatöku og klippingu.
Eins og flestir vita er þessi stórmynd að nær öllu leyti tekin hérna á Borgarfirði og fjölmargir heimamenn sem komu að henni á einn eða annan hátt.

Allir í bíó sem eiga eftir að sjá þessa frábæru mynd og til hamingju allir sem tóku þátt í þessu verki.