Til hamingju Viddi, Þórey og aðrir í Álfheimum

Skúli Björn, Ólöf Ýr ferðamálastjóri og fyrrum bakkabúi ásamt Vidda og Þóreyju
Skúli Björn, Ólöf Ýr ferðamálastjóri og fyrrum bakkabúi ásamt Vidda og Þóreyju
Þetta eru svo sannarlega jákvæðar fréttir fyrir ferðaþjónustuna á Borgarfirði.


Aðstandendur ferðaþjónustunnar Álfheima á Borgarfirði eystra fengu á dögunum Frumkvöðulinn, viðurkenningu Ferðamálasamtaka Austurlands. Það voru Arngrímur Viðar Ásgeirsson og Þórey Sigurðardóttir sem tóku við verðlaununum en þau eiga og reka fyrirtækið í samvinnu við foreldra Arngríms.

Frumkvöðullinn er veittur þeim sem sýna áræði og hugmyndaauðgi við uppbyggingu á þjónustu fyrir ferðamenn og stuðla með verkum sínum að aukinni fjölbreytni í atvinnugreininni á Austurlandi.

(mbl.is)

Fréttasíðan óskar Viðari og Þóreyju hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu