Tólgarkerti

Í dag steyptu nemendur 1.-5. bekkjar tólgarkerti og bjuggu til kökur úr tólg og reyniberjum til að gefa fuglunum í vetur. Tólgarkertin voru steypt í dósir undan kertunum sem við kveiktum á við Álfaborgina í fyrra en meiningin er að nýta þessi heimagerðu ljós á aðventunni þegar kveikt verður upp hjá álfunum.  Hér má sjá myndir af þessari tilraunastarfsemi okkar.