Tónleikamaraþon Jónasar Sigurðssonar í Fjarðarborg

Jónas í Fjarðarborg
Jónas í Fjarðarborg
Þá er það hafið, hið mikla tónleikamaraþon Jónasar Sigurðssonar í Fjarðarborg en fyrstu tónleikarnir voru í gær og var salurinn þétt skipaður borgfirðingum, nærsveitungum og ferðamönnum. Á undan tónleikunum var mikið matarhlaðborð en þar á eftir tók Jónas öll völd og spilaði öll sín bestu lög í bland við annað gott. Til að byrja með var Jónas einn en borgfirskir tónlistarmenn bættust svo við á sviðið.

Jónas spilar í Fjarðarborg öll kvöld vikunnar nema á mánudögum og hefjast tónleikarnir kl 21:00 nema annað sé tekið fram.

Við vonumst til að sjá sem flesta gesti á öllum þessum tónleikum.