Tónleikar í Álfacafé

Dætur Satans mæta í Álfacafé


Kosningarkvöldið 30. júní verða Dæturnar hjá okkur með tónleika. Dæturnar eru Magnús (söngur), Þórólfur og Andreas (gítar), Óðinn Gunnar (bassi) og Gunnar Ingi (trommur). Leikin verða lög af öðrum diski Dætranna, Dögun og verður hann til sölu. Einnig verður flutt músík af komandi diski sem enn er í vinnslu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og verður dúndrandi stuð í Álfacafé fram á rauða nótt.