Tónleikasumarið í Fjarðarborg

Strákarnir í Já Sæll Fjarðarborg ætla að standa fyrir tónleikum allar helgar í júní og júlí líkt og undanfarin ár. Dagskráin er að mestu komin á hreint en það getur vel verið að meira bætist við það sem er nú þegar komið á hreint. Hægt er að kaupa passa á alla viðburði sumarsins í Fjarðarborg og tryggja sér þannig miða á alla tónleikana.Nú um helgina mun Prins Póló flokkurinn mæta á svæðið og halda stórtónleika á laugardagskvöldið.