Tónlist fyrir alla

Herdís og Steef
Herdís og Steef
Í dag heimsóttu okkur þau Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari sem saman mynda Dúó Stemmu.  Þau er hluti af verkefninu "Tónlist fyrir alla" sem hefur heimsótt okkur undanfarin ár með ýmsan tónlistarflutning. Þau Herdís og Steef fóru á kostum í tónlistarflutningi, söng og látbragði og höfðum við sérstaklega gaman af þessu. Nemendur, foreldrar og starfsfólk skólans lifðu sig inn í flutninginn og brostu út í annað þegar þau skötuhjú spiluðu á hluti sem við venjulega notum til annars t.d. berjatínu, skyrdós og skál. Takk kærlega fyrir okkur Herdís og Steef. Hér má sjá myndir.