Tónlist í leikskóla

Yngri hópur leikskólans í tónlistarnámi
Yngri hópur leikskólans í tónlistarnámi
Í vetur hafa nemendur leikskólans sótt tónlistartíma til Hafþórs Snjólfs. Þau fara einu sinni í viku og er hópnum skipt upp í eldri og yngri nemendur. Þar læra þau að meðhöndla hin ýmsu hljóðfæri og vinna með takt, söng og lagasmíðar. Það er gaman að fylgjast með því hvernig þau eflast í náminu við hvern tíma. Hér má sjá myndir úr tónlistartíma.