Tvö ný hús á bökkunum.

Nýju húsin á bökkunum.
Nýju húsin á bökkunum.
Það er nóg að gera í framkvæmdum í firðinum þessa dagana eins og undanfarin misseri. Nú í síðustu viku bættust tvö hús við í þorpið og standa þau úti á bökkum, milli Bakkavegs 1 og Skálabergs. . Það eru þær Einfríður frænka (eins og hún er oftast kölluð), og Rannveig Árna sem eiga þessi reisulegu og fallegu hús. Nú er verið að koma þeim fyrir og leggja lokahönd á allt inni, en svo er lóðavinnan eftir