Umsóknir - Betri Borgarfjörður


Betri Borgarfjörður – Styrkúthlutun 2018

Um er að ræða fyrstu úthlutun í verkefninu.

Til úthlutunar eru sjö milljónir króna. Hægt er að sækja um stuðning við þróun hugmynda og verkefna sem falla að markmiðum verkefnisins. Verkefnisstjórn fagnar sérstaklega nýjum hugmyndum sem gætu leitt til atvinnusköpunar. 

Umsóknum um styrki skal skilað á tölvutæku formi til Öldu Marínar Kristinsdóttur, verkefnastjóra hjá Austurbrú á netfangið aldamarin@austurbru.is fyrir kl. 24.00 mánudaginn 12. nóvember 2018.

 Umsækjendum er velkomið að hafa samband við verkefnastjóra varðandi ráðleggingar um gerð umsókna.Umsóknareyðublað (Word-skjal)
Vista þarf skjalið inní tölvuna og fylla það þannig út.