Ungmennafélag Borgarfjarðar leitar að styrktaraðilum á ungmennabúninga

Líklegt útlit búninga
Líklegt útlit búninga
Við í nýkjörinni stjórn Ungmennafélags höfum blásið til sóknar í æskulýðsstarfi í firðinum og ber þar helst að nefna reglulegar íþróttaæfingar sem við höfum staðið fyrir í sumar og munu verða áfram í allan vetur. Það er vilji stjórnarinnar að láta útbúa búninga fyrir virka félaga til þess að nota á æfingum og í keppnum í komandi framtíð. Við leitum að einhverjum góðhjörtuðum aðilum eða fyrirtækjum til þess að styrkja okkur í þessum kaupum. Krakkarnir myndu fá þessa boli að gjöf frá félaginu fyrir góða mætingu og yrðu þeir einnig boðnir til sölu á vægu verði fyrir eldri félaga. Allt er þetta liður í að rífa upp félagslíf og samfélagskennd á Borgarfirði.

Öflugur styrktaraðili fengi logó fyrirtæki síns á framhliðinni og svo eru líka laus pláss á bakinu, en allir verða búningarnir mektir með númeri og nafni. Verðið á framhliðinni er 90.000.- kr og á bakhliðinni 60.000.-kr og telst sem styrkur til Ungmennafélagsins. Einnig er hægt að styrkja okkur í þessu með hvaða upphæð sem er og munum við telja þá aðila hérna upp á síðunni. Banka upplýsingarnar eru: Banki: 0175 Höfuðbók: 26 Reikningsnúmer: 451 Kennitala: 660269-5339

Vonandi munu einhverjir bregaðst vel við þessu og hjálpa okkur að klæða börnin okkar með stæl og efla í leiðinni æskulýðsstarf fjarðarins.

Hægt er að hafa samband við háttvirtan formann Ungmennafélagsins, Óttar Má Kárason, varðandi kaup á auglýsingu og styrki með því að senda mail á póstfangið omk2@hi.is.