Ungmennaráðstefna Framfarafélagsins

Framfarafélag Borgarfjarðar boðar til ungmennaráðstefnu fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 20 ára. Ráðstefnan verður haldin í Fjarðarborg laugardaginn 17. ágúst og hefst klukkan 14:00.
Farið verður yfir helstu verkefni Framfarafélagsins eins og þau hafa verið skilgreind: Atvinnumál, húsnæðismál og almenn lífsgæði.
Markmið fundarins er að fá fram heildar framtíðarsýn ungs fólks í sveitarfélaginu og skoðanir þeirra á verkefnum félagsins. Unnið verður í hópum sem eiga að skila niðurstöðum á myndrænu formi.

Endað verður á mat í Fjarðarborg og þáttökugjald 1000 krónur á mann, innifalið er kaffi og matur.

Hvetjum sem flesta til að mæta, þá sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu sem og gesti.

Dagskrá rástefnunnar:

14:00 – Kynning á verkefnum Framfarafélags Borgarfjarðar
14:20 – Umræður
15:10 - Skipt í hópa
15:20 – Kaffi
15:40 – Hópavinna
18:30 – Kvöldmatur

Semsagt:
Brálað stuð spjall, föndur og hamborgarar :)