Upplestrarkeppni Grunnskólanna

Karólína Rún Helgadóttir
Karólína Rún Helgadóttir
Þann 17. mars s.l. fór Stóra upplestrarkeppni Grunnskólanna fram fyrir okkar svæði í Grunnskólanum á Egilsstöðum. Karólína Rún Helgadóttir keppti fyrir okkar hönd og stóð sig frábærlega vel. Hún komst ekki í verðlaunasæti en var skólanum til mikils sóma. Í fyrsta og þriðja sæti voru nemendur úr Grunnskóla Egilsstaða og í öðru sæti var nemandi úr Fellaskóla. Við óskum Karólínu og öðrum keppendum til hamingju með frammistöðuna. Hérna getur þú séð fleiri myndir.