Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga 2020

Auglýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi á Austurlandi og heimstjórnarkosninga

 

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi vegna sveitarstjórnarkosningar og heimastjórnakosninga laugardaginn 19. september  n.k. hófst 25. júlí sl. og fer fram á skrifstofum sýslumannsins á Austurlandi, sem hér segir:

 

  • Seyðisfjörður, Bjólfsgötu 7, frá kl.09:00 til kl.15:00.
  • Egilsstaðir, Lyngási 15, frá og með 10. ágúst, frá kl.09:00 til kl.12:00 og frá kl.13:00 til kl.15:00.
  • Eskifjörður, Strandgötu 52, frá kl.09:00 til kl.15:00.
  • Vopnafjörður, Lónabraut 2, skv. samkomulagi við kjörstjóra.

Á öðrum stöðum fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram sem hér segir:

 

  • Borgarfjörður: Hreppstofu, á opnunartíma og skv. samkomulagi við kjörstjóra.
  • Djúpivogur: Bakka 1, 765 Djúpavogi á opnunartíma og hefst skv. nánari ákvörðun sveitarfélagsins.

 

Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun skv. 2. mgr. 58. gr. l. nr. 24/2000.  Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en kl.16 fjórum dögum fyrir kjördag.   Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á sjúkrastofnunum mun fara fram í samráði við forstöðumenn þeirra þegar henta þykir og verður ekki auglýst frekar, nema innan stofnananna.

Bent er á að um tvennar aðskildar kosningar er að ræða. Annars vegar listakosningar til sveitarstjórnar í hinu nýja sveitarfélagi og hins vegar óhutbundnar kosningar til heimastjórna í hverju og einu hinna sameinuðu sveitarfélaga. Í heimastjórnarkosningunni ritar kjósandi fullt nafn og heimilisfang þess sem hann kýs og merkir sendiumslagið: „Heimastjórnarkosning“.

 

 

Sýslumaðurinn á Austurlandi

10. ágúst 2020

Lárus Bjarnason