Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða - 8.5 miljónir fengust á Borgarfjarðarsvæðið

Það er gleðidagur í ferðaþjónustunni í dag á Borgarfirði en 8.5 miljónir fengust úthlutaðar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í 3 mismunandi verkefni á Borgarfjarðarsvæðinu. Stærsta styrkinn hlaut Fljótsdalshérað í verkefni tengt Stórurð. 5 miljón króna styrkurinn er ætlaður til byggingar þjónustuhúss og frágang umhverfis. Markmið styrkveitingar eru að bæta grunnþjónustu, aðgengi og öryggi ferðamanna á göngusvæðinu umhverfis Dyrfjöll. Ferðamálahópurinn og Borgarfjarðarhreppur eru samstarfsaðilar Fljótsdalshéraðs í þessu verkefni.

Borgarfjarðarhreppur hlaut svo 3 miljónir til að halda hönnunarsamkeppni um þjónustuhús við smábátahöfnina í Borgarfirði eystri þar sem ætlunin er að bæta aðstöðu við höfnina og auka þar grunnþjónustu við ferðamenn.

Svo hluat Ferðamálahópur Borgarfjarðar 500.000.- kr styrk  til að koma upp 25 -30 vegvísum á Víknaslóðum við Borgarfjörð eystri og endurbæta stikun gönguleiða. Markmið styrksins er að auka öryggi ferðamanna og bæta aðgengi að svæðinu

Það er því ljóst að ráðist verður í töluverðar framkvæmdir á komandi misserum hérna í nágrenninu sem bara fagnaðarefni.

Nánar má lesa um úthlutaða styrki á vef Ferðamálastofu.