Útikennslustofan - dagur íslenskrar tungu

 Í dag héldum við upp á dag íslenskrar tungu en að þessu sinni fór dagskráin fram í nýrri útikennslustofu sem við vorum að ljúka við að smíða. Að venju mættu allir sem áhuga höfðu og var dágóður fjöldi sem heimsótti okkur í dag.  Nemendur lásu upp og kváðust á við góðar undirtektir gesta. Að dagskrá lokinni var boðið upp á kaffi og kakó ásamt nýsteiktum lummum af eldstæðinu.  Útikennslustofan hefur verið í byggingu um tíma en það eru 7 -8 ár síðan veggirnir voru hlaðnir. Síðan var hlé á framkvæmdum, eins og svo oft vill verða, en nú í haust var ákveðið að þetta dygði ekki lengur. Nemendur og kennarar hafa  nýtt list- og verkgreinatíma ásamt valtímum til þessa verk