Útlit fyrir bætt netsamband og sjónvarpsþjónustu á Borgarfirði

Gleðifréttir voru að berast okkur en það lítur allt út fyrir að Míla ætli að ráðast í úrbætur á netsambandi í firðinum á árinu og uppfæra búnaðinn hérna í þorpinu sem mun vonandi ná út í sveitina líka. Á heimasíðu Mílu kemur fram að VDSL tenging sé væntanlega hérna einhverntíman á tímabilinu júlí - september. Þetta þýðir að við eigum að geta notið sambærilegrar þjónustu og aðrir landsmenn þegar kemur að aðgengi að neti og Sjónvarpi. VOD sjónvarp, tugir sjónvarpsrása, Tímaflakk og sjónvarp Símans er þá eitthvað sem við eigum að geta búist við á þessu ári.

Nánar má lesa um þessar úrbætur hérna