Útprentanir á ljósmyndum til sölu

Staðarfjall
Staðarfjall
Undanfarið hef ég (Hafþór Snjólfur) verið að taka töluvert af myndum heima á Borgarfirði og næsta nágrenni og mig langar að bjóða útprentanir til sölu ef einhver hefur áhuga á því að eignast eintak í fullum gæðu. Myndirnar koma í stærðinni 21x30 og eru prentaðar hjá Myndsmiðjunni á Egilsstöðum í frábærum gæðum, límdar á karton og koma lokuðum plastvasa. Ágóðinn af þessu verður notaður í að gefa út bók handa ferðamönnum um Borgarfjörð og Víknaslóðir sem ég er að leggja drög að. Verð á hverja mynd er 4000 kr.- og sendingakostnaður innifalinn í verðinu. Fyrirspurnir og pantanir eru á póstfanginu hshelgason@gmail.com.  

Myndir sem eru til sölu má sjá hérna