Vegagerð í Njarðvíkinni

Njarðvíkin
Njarðvíkin
Vegagerð er nú á fullu í Njarðvík og eru það Þrastarungarnir hjá Þ.S. verktökum sem eru þar við störf. Eru nú beygjurnar á Hríshöfðanum endanlega S - laga og byrjað er að undirbúa nýtt ræsi yfir Njarðvíkurána. Er áætlað að þessi spotti sem er um 2,5km verði malbikaður um miðjan ágúst. Þá er bara að vona að farið verði að ráðast á kaflana á héraðinu sem eru mjög köflóttir um þesar mundir.