Vegna fasteignagjalda 2020

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps hefur ákveðið að fresta eindögum fasteignagjalda. Þeim sem það kjósa er því óhætt að fresta greiðslum án þess að eiga á hættu að greiða viðbótarkostnað eða vexti.

Gjalddagar breytast svo:

Gjalddagi 1. apríl nk. verður með eindaga í lok nóvember 2020.

Gjalddagi 1. maí nk. verður með eindaga í lok desember 2020.