Vellíðunarhelgi á Álfheimum.

Borgarfjörður frá Hrafnatindum
Borgarfjörður frá Hrafnatindum
Helgina 27-29 apríl býður Gistiheimilið Álfheimar Borgarfirði eystri upp á vellíðunarhelgi. Þar getur þú í dásamlegu umhverfi notið útivistar, slakað á og látið dekra við þig.  Í boði eru margskonar meðferðir, s.s yoga, gönguferðir, nudd, heilun, cranio og EFT sem stuðla að líkamlegu,- andlegu og tilfinningalegu jafnvægi svo og jafna orkuna. Þannig að þú farir endurnærð/ur og hamingjusamari heim. Bókanir og nánari upplýsingar í gegnum austurfor@austurfor.is og í síma 471 3060.