Verslunarmannahelgin í Fjarðarborg

Að venju verða spennandi viðburðir í Fjarðarborg um Verslunarmannahelgina. Á föstudaginn verður hið sívinsæla hagyrðingamót undir stjórn Helga Seljans. Að því loknu verður svo lifandi tónlist með Jóni Arngríms og félögum.

Á laugardaginn verður fjölþjóðlegt matarhlaðborð í Fjarðarborg frá kl 19:00 - 20:30. Þar mun Dagrún Sóla verða sérstakur gestakokkur.

Svo klukkan 21:30 verða tónleikar með Pálma Gunnarssyni og félögum.

Vonandi sjáumst við sem flest í Fjarðarborg.