Vetraræfingar UMFB

Yngri deildin á æfingu í dag. Vonarstjörnur UMFB
Yngri deildin á æfingu í dag. Vonarstjörnur UMFB
Nýkjörin stjórn UMFB hefur startað fríum íþróttaæfingum fyrir alla krakka á Borgarfirđi í Sparkhőllinni. Óttar Kárason formađur, Birkir Björnsson, Magnús Jökulsson og fleiri góđir hafa stýrt æfingum fram ađ þessu og stefnt ad því ađ þær verdi vikulega í allan vetur. Búiđ ađ versla bolta, badminton dót og bandíbúnađ m.a. Frábær mæting hefur verið hjá krökkunum og mikil stemning. Þessi var tekin af yngri deildinni í dag fyrir æfingu og eftir myndatökuna var vel tekiđ á tví í fótbolta. Ekki hefur verið boðið upp á svona æfingar áður á Borgarfirði, en með tilkomu Sparkhallarinnar höfum við ekki neina afsökun lengur að gera eitthvað svona fyrir krakkan okkar og efla þannig félagslíf á staðnum. Stefnt er að því að reyna að hafa fleiri viðburði vikulega í vetur fyrir eldra liðið, en nánar um það síðar.