Vetrarkyrrð á Borgarfirði

Veturinn getur verið alveg jafn dásamlegur og sumarið á Borgarfirði. Myndbandið sem hér fylgir var tekið á bryggjuendanum nó fyrir nokkrum dögum. Það var Guðný í Jörfa sem sendi okkur þetta myndband og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Með myndbandinu sendi hún okkur þessar línur.Kyrrðin og fegurðin í Borgarfirði er engu lík. Ekki síst yfir vetrartímann þegar ferðafólk eru sjaldséðir gestir og lífið er í rólegum gír hjá heimafólki. Mánudagurinn 10. desember síðastliðinn var engin undantekning. Gönguferð út á bryggju í dögun skilaði af sér þessu myndbandi; blikinn úar og aldan gjálfrar við bryggjusporðinn, sólin roðar himinn og slær bleikum bjarma á allt umhverfið. Þetta verður nú ekki öllu friðsælla og fallegra!"