Viðvera skólahjúkrunarfræðings

Eins og á haustönn hefur skólahjúkrunarfræðingurinn okkar hún Susanne viðveru í skólanum á miðvikudagsmorgnum. Þá er nemendum einnig frjálst að leita til hennar. Fræðsla skólahjúkrunarfræðings er sem hér segir á vorönn 2014 1. bekkur Líkami minn, flúor, handþvottur, hjálmnotkun, hamingja 2. bekkur Svefn, hamingja og tilfinningar 3. bekkur Svefn, hamingja og tilfinningar 4. bekkur Hamingja, sjálfsmynd, slysavarnir og tannvernd 7. bekkur Tannvernd, ónæmisaðgerð 8. bekkur Hugrekki, hollusta og hreyfing 10. bekkur Kynning á heilsugæslunni og forvarnir ábyrgt kynlíf Fræðslutímar Susanne eru einn tveir eða fleiri eftir umfangi þess sem þarf að fara yfir. Hún tekur efnin fyrir í samstarfi við kennara, þannig hennar framlag er í samhengi við það sem verið er að gera. Á haustönninni er fræðsluefni sem kallast 6. H notað en foreldrar geta fengið innsýn inn í það á vefnum www.6H.is, þar eru einnig ýmiss ráð ráð til að nota í uppeldinu og annar fróðleikur. Eins og á haustönn hefur skólahjúkrunarfræðingurinn okkar hún Susanne viðveru í skólanum á miðvikudagsmorgnum. Þá er nemendum einnig frjálst að leita til hennar. Starfssvið skólaheilsugæslunnar er m.a. að fylgjast með heilbrigði og þroska barnanna. Bent er á, að börn með lesblindu/lestrarörðugleika ( dyslexiu ) geta haft gagn af augnskoðun hjá augnlækni. Einnig er fylgst með því að börnin hafi fengið þær bólusetningar sem tilmæli Landslæknis segja til um. Hafi börnin ekki fengið þessar bólusetningar, er haft samband við foreldra/forráðamenn. Skipulagri heilbrigðisfræðslu í öllum bekkjadeildum skólanna er sinnt. Á vegum skólaheilsugæslunnar er einnig starfrækt Lífsstílsteymi fyrir of þung og of feit börn, þar sem áherslan er lögð á hreyfingu og hollt mataræði. Hafi foreldrar athugasemdir eða spurningar, eru þeir beðnir um að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing. Skólahjúkrunarfræðingur Grunnskólans á Borgarfirði er: Susanne Neumann, sími 868-0860 Netfang: heilsabf@hsa.is Viðverutími hjúkrunarfræðings í skólanum skiptist í viðtalstíma, skólaskoðanir, fræðslu og önnur mál sem upp kunna að koma.Viðverutíminn er eftir þörfum og samkomulagi við starfsfólk skólans. Skólalæknir er: Pétur Heimisson, hægt er að ná í hann í símatíma á heilsugæslunni í síma 470-3000 Reglubundnar skoðanir og bólusetningar: 1. bekkur: sjónpróf 4. bekkur: sjónpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling 7. bekkur: sjónpróf, lyktarskynspróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. Bólusett gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum (ein sprauta ) 9. bekkur: sjónpróf, heyrnarpróf, hæðarmæling og þyngdarmæling. Bólusett gegn mænusótt, barnaveiki, kíghósta og stífkrampa (ein sprauta)