Víkur til framtíðar - Skýrsla og kynningarfundir


Þá er einsdæmi að félagasamtök hafi frumkvæði að ráðningu landvarðar en hingað til hafa landverðir einungis starfað fyrir ríkið eða sveitarfélög.

Í sumar var lagt var upp með að gera heildstæða úttekt á núverandi ástandi svæðisins og móta í kjölfarið framtíðarsýn auk þess að útbúa verkefnalista yfir þær aðgerðir sem nauðsynlegt er að ráðast í á næstu misserum. Í þessari skýrslu verður ekki einungis fjallað um téða úttekt heldur einnig um ýmsa þætti er við koma Víknaslóðum sem göngusvæði. Má þar nefna samantekt á afstöðu landeigenda og annarra hlutaðeigenda sem rætt var við í sumar, lýsingu á þeim úrbótaverkefnum sem framkvæmd voru og verkefnalista fyrir landverði næstu ára.

Við munum halda 3 opna fundi þar sem Hörn Halldóru- og Heiðarsdóttir landvörður mun kynna skýrslu sína um svæðið. Auk hennar munu Hafþór Snjólfur Helgason formaður Ferðamálahóps Borgarfjarðar og Þórhallur Þorsteinsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sitja fyrir svörum um verkefni landvarðar.

Fundarstaðir:

- Egilsstaðir / Salur Ferðafélagsins: Lau. 27. okt. kl. 13:00
- Borgarfjörður eystri / Blábjörg: Lau. 27. okt. kl. 16:00
- Reykjavík: Salur F.Í. Mörkinni 6. Mán 29. okt. kl. 20:00

Vonumst til að sjá sem flesta sem vilja kynna sér uppbyggingu á Víknaslóðum.
 

Hægt er að lesa skýrsluna hérna.