Viltu senda jólakveðju til Borgfirðinga á síðunni?

Jólatréð við Fjarðarborg 2012
Jólatréð við Fjarðarborg 2012
Við hjá borgarfjordureystri.is ætlum að gefa öllum kost á að senda inn jólakveðju og verða þær birtar á aðfangadag hérna á síðunni. Það eina sem þarf að gera er að senda inn texta eða mynd á hshelgason@gmail.com fyrir 23 des. Þetta kostar bara nákvæmlega ekki neitt og vonum við að sem flestir sendi inn kveðju til Borgfirðinga nær og fjær. Gaman væri að fá einhverjar myndir eða þannig með, eða tengil á videókveðju.