Vor- og þemadagar í skólanum

Í kaffiboði í Álfakaffi
Í kaffiboði í Álfakaffi
Vor- og þemadagar voru í skólanum síðustu vikuna fyrir sumarfrí.    Fyrsti dagurinn var ágætur og fórum við þann dag til Njarðvíkur og kíktum á sandinn og í hellana með viðkomu í fjárhúsunum hjá Möggu en þar var margt að sjá eins og meðfylgjandi myndir sýna. En síðan sýndu veðurguðirnir á sér sína allra bestu hlið og það ringdi bæði og snjóaði næstu daga. Við gripum þá bara til plans B, og skemmtum okkur innan dyra við söng, leik og verkefnavinnu. Okkar var síðan boðið í kaffi til Möggu og Kalla niður í Álfakaffi þar sem við sporðrenndum súkkulaðikökum og skonsum og sungum síðan fyrir þau að launum. Kartöflurnar og trjáplönturnar eru enn þá ofan jarðar en einhvern næstu daga verður þeim komið í jörð. Hér koma myndir til að kíkja á.