Vordagar og skólaslit

Skólaslit
Skólaslit
Við lukum skólastarfi í Grunnskóla Borgarfjarðar s.l. þriðjudag. Fyrir vorhret höfðu nemendur og kennarar farið um byggðina og tínt rusl og í miðju vorhreti var farið í gönguferð út Bakkana og farið í hefðbundið Bakkastríð út við Merki. Þar sem nemendur og kennarar létu sig gossa í snjóhengjur niður fyrir sjávarbakkann.  Á þriðjudaginn mættu svo nemendur þennan síðasta skóladag vetrarins eftir liðlega viku hlé frá skólastarfi, settu niður furuplöntur í Álfaborgina og kartöflur í skólagarðana. Í hádeginu var kjúklingaveisla fyrir alla nemendur og  starfsfólk grunnskólans og eftir mikið kjúklingaát var lagst á meltuna upp á fótboltavöll og sólin látin baka okkur en við vorum mjög heppin með veður þennan dag. 
Skóla var síðan slitið með hefðbundnum hætti um kvöldið með því að skólastjóri rakti starf vetrarins og þakkaði nemendum, foreldrum og starfsfólki fyrir samstarfið. Að því loknu var útskrifaður einn nemendi í 10. bekk, afhentar einkunnir og viðurkenningar og nemendur í tónlistarnámi hjá Nonna Arngríms sungu tvö lög við undirleik skólahljómsveitar.
Hérna má sjá myndir frá þessum vordögum og einnig skólaslitum.