Gistiheimilið Borg

Gistiheimilið Borg er rekið í tveimur vinalegum húsum í Bakkagerðisþorpi og stutt er er á milli húsanna. Gistiheimilið er opið allt árið um kring.

Húsið Borg var byggt árið 1905 og þar hefur verið rekin gisting og greiðasala fyrir gesti fjarðarins í um 50 ár. Þar er gistipláss fyrir 9 í  5 herbergjum. Herbergin eru sum frekar lítil en sameiginleg aðstaða og stofupláss er gott.

 

 

Húsið Sjávarborg er byggt um 1980 og þar er gistipláss fyrir 10 manns í 4 herbergjum. Herbergin eru sum frekar lítil en sameiginleg aðstaða og stofupláss er mikið. Góð eldunaraðstaða er í Sjávarborg og stór lóð er í kringum húsið.

 

Bæði húsin eru tilvalin fyrir hópa og fjölskyldur í lengri eða skemmri tíma. Einnig er hægt að athuga með að bóka stök herbergi.

 

Senda fyrirspurn um bókun

Við bjóðum einnig upp á trússflutning fyrir gönguhópa á Víknaslóðum

 
Gistiheimilið Borg
720 Borgarfjörður eystri
gistingborg@simnet.is
864-9870 / 892-9802