Ferðaþjónusta og afþreying

Í litla og vinalega þorpinu okkar Bakkagerði hefur á undanförnum árum byggst upp öflug ferðaþjónusta og þá aðallega í tengslum við náttúrutengda ferðamennsku. Lundinn í Hafnarhólma er eitt helsta aðdráttarafl svæðisins og svo göngusvæðið Víknaslóðir sem liggur milli Borgarfjarðar og Seyðisfjarðar. Skoðaðu hvað hægt er að sjá og gera og planaðu þína heimsókn til Borgarfjarðar. Við tökum vel á móti þér