Skipulagðar ferðir 2019

Ferðir á vegum FFF og FÍ um Víknaslóðir sumarið 2019

 

Ævintýri á Víknaslóðum með FerðafélagI barnanna // 8.- 11. júlí

 
Ferðafélag barnanna gengur um Víknaslóðir. Ný ferð um stórkostlega fallegt svæði á Austurlandi. Ótrúleg fjallasýn og skemmtilegar göngur fyrir alla fjölskylduna þar sem þjóðsögur, leikir, kvöldvökur og frelsi náttúrunnar verður í lykilhlutverki. Gist í góðum skálum og farangur trússaður á milli næturstaða. Hálft verð fyrir yngri en 18 ára.
 
 

Nánari upplýsingar og bókanir


 

Víknaslóðir 24. – 27. júlí. 4 göngudagar. 

Fararstjóri: Þórdís Kristvinsdóttir.

  • 1.d. Ekið kl. 9 frá Fjarðarborg. Borgarfjörður-Brúnavík-Breiðavík.
  • 2.d. Breiðavík-Húsavík.
  • 3.d. Húsavík- Klyppstaður í Loðmundarfirði.
  • 4.d. Klyppstaður um Kækjuskörð til Borgarfjarðar.

Verð: 46.500/43.000. Innifalið: Fararstjórn, skálagisting og trúss. Lágmark 10 manns. Skráningu lýkur 10. júlí.

Senda fyrirspurn


Stórurð og Víknaslóðir með Hjalta Björnssyni.

ATH! Tvær ferðir 31. júlí - 4. ágúst & 7. - 11. ágúst

Gengið um göngusvæðið frá Borgarfirði eystri til Seyðisfjarðar sem er einu nafni kallað Víknaslóðir en auk þess verður undraveröld Stórurðar skoðuð . Á svæðinu blandast saman fallegir firðir og víkur, líparítfjöll og glæsileg fjallasýn. Leiðsögumaðurinn í ferðinni er Hjalti Björnsson sem er einn reyndasti og eftirsóttasti leiðsögumaður landsins.

Gist á Borg í Borgarfirði og í skálum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í Beiðuvík, Húsavík og Loðmundarfirði.

Nánari upplýsingar og bókanir


Víknaslóðir – krakkaferð, I. hluti 17.-19. ágúst.

Fararstjóri: Þórdís Kristvinsdóttir.Þessi ferð er sérstaklega hugsuð fyrir fjölskyldur og yngri kynslóðina. Farið verður á eigin bílum.

  • 1.d. Ekið kl. 9 frá Fjarðarborg. Gengið frá Borgarfirði til Breiðuvíkur í gegnum Brúnavík.
  • 2.d. Gengið frá Breiðuvík og yfir í Húsavík þar sem hópurinn sameinast í bíla og fer tilbaka á Borgarfjörð.

Verð: 10.000 fyrir fullorðna, börn undir 18 ára fá frítt. Innifalið: Fararstjórn, skálagisting og trúss. Lágmark miðast við tíu þátttakendur.Skráningu lýkur 4. ágúst. Stefnt verður að II. hluti verði farin sumarið 2020.

Senda fyrirspurn