Dyrfjallahlaup 2019

DYRFJALLAHLAUP

20.júlí 2019

23 km utanvegahlaup

Borgarfjörður eystri

 

Frá Hólalandi í Borgarfirði, í Stórurð og þaðan í Bakkagerðisþorp í Borgarfirði. 

Ungmennafélag Borgarfjarðar varð 100 ára 2017 og hélt af því tilefni utanvegahlaup um Dyrfjöll í fyrsta skipti. 2019 verður hlaupið haldið í þriðja sinn. 

 

Leiðarlýsing

Leiðin hefst við bæinn Hólaland í innsveit Borgarfjarðar. Þaðan er hlaupið upp til að byrja með eftir gömlum raflínuslóða sem liggur að Sandaskörðum. Þegar komið er langleiðina upp í Sandaskörð er beygt til hægri á merkta gönguleið sem liggur að Eiríksdalsvarpi. Frá varpinu er hlaupið um Tröllabotna, yfir Lambamúla áleiðis að Urðardal þar sem Stórurð liggur undir dyrum Dyrfjalla. Úr Stórurð er hlaupið upp bratta brekku í átt að Mjóadalsvarpi. Á krossgötum ofan Stórurðar er beygt til hægri og hlaupið eftir grófri slóð undir hömrum Dyrfjalla ofan Njarðvíkur og Dyrfjalladals. Leiðin liggur að Grjótdalsvarpi og þaðan er hlaupið að mestu á grónu landi að Brandsbalarétt sem er rétt fyrir innan þorpið Bakkagerði í Borgarfirði. Seinustu 700 metrana er hlaupið á malbiki að fótboltavelli UMFB þar sem hlaupið endar

Vegalengd 23km

Heildarhækkun: 1087m

Heildarlækkun: 1115m

Hæsti punktur: 683m.y.sm

Lægsti punktur: 16m. y.sm. 

 

Nánari upplýsingar og skráning á www.dyrfjallahlaup.is.