Fréttir

Fundur hjá Ferðamálahóp Borgarfjarðar

Næstkomandi fimmtdagskvöld, 29 október verður almennur fundur hjá Ferðamálahóp Borgarfjarðar á Álfheimum kl 19:30. Allir þeir sem láta sig ferðaþjónustuna í firðinum varða eru hjartanlega velkomnir.

Arkítektasamkeppni um þjónustubyggingu við bátahönina

Til stóð að afhenda verðlaun í samkeppninni og kynna tillögurnar föstudaginn 16. október. Auglýsing um þetta er í Dagskránni. Af óviðráðanlegum ástæðum frestast þetta um viku og verður föstudaginn 23. október kl. 14.00 í Vinaminni. Tíu tilögur bárust og verða allar sýndar við verðlaunaafhendinguna og helgina á eftir. Borgfirðingar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta þann 23. október.

Heimsókn 5 ára barna á Hádegishöfða

Um miðjan september fóru 5 ára nemendur leikskólans í heimsókn á leikskólann Hádegishöfða í Fellabæ. Við gerðum góða ferð þar sem við hittum vini okkar og lékum okkur saman part úr degi. Ferðina enduðum við síðan með því að fá okkur stóran ís í sjoppunni. Við þökkum öllum, bæði nemendum og starfsfólki, á Hádegishöfða kærlega fyrir móttökurnar og vonum að við getum endurgoldið þeim þetta síðar. Margt annað höfum við líka brallað í september eins og að fara á hestbak, safna jurtum, og leika okkur úti í góðaveðrinu. Hér má sjá myndir/pictures.