Fréttir

GPS gögn fyrir Víknaslóðir

Nú undanfarið hefur verið unnið að því að safna áreiðanlegum GPS gögnum fyrir Víknaslóðir og gera þau aðgengileg fyrir ferðamenn og aðra sem ferðast um svæðið okkar. Verkefnið er unnið fyrir styrk sem Landsbanki Íslands veittiFerðamálahópnum nú í vor, en var honum ætlað að bæta öryggi og aðgengi ferðamanna á Víknaslóðum.

GPS gögn fyrir Víknaslóðir

Nú í sumar hefur verið unnið að því að safna áreiðanlegum GPS gögnum fyrir Víknaslóðir fyrir styrk sem Landsbanki Íslands veitti Ferðamálahópnum til þess að bæta aðgengi og öryggi ferðamanna á svæðinu.

Myndir eftir Árna J. Hannesson

Síðunni bárust myndir eftir Árna J. Hannesson frá Grund sem hann tók í sumar inn í Afrétt við Þveránna af Hvítserknum og Skúmhettinum í sérstökum birtuskilyrðum. Auk þess sendi hann okkur tvær myndir sem hann hefur verið gert af Dyrfjöllunum.

Krakkar í félagsmálatíma senda flöskuskeyti

Krakkarnir í félagsmálatíma fóru í dag og sendu flöskuskeyti

Aðalfundur SSA á Borgarfirði

Árlegur aðalfundur Sambands Sveitarfélaga á Austurlandi var haldinn í Fjarðarborg dagana 14. og 15. september og sáu heimamenn undirbúning fundarins, og einnig um mat og skemmtun fyrir gesti.

Nýr Naddakross

Naddakrossinn í skriðunum var endurnýjaður nú fyrr í mánuðinum. Árni Bóasson frá Borg í Njarðvík smíðaði krossinn. 

Danshátíð á Borgarfirði 21. - 23. september

Samtökin KOMIÐ OG DANSIÐ standa fyrir danshátíð á austurlandi 20. – 23. September n.k. Samtökin eru þekkt fyrir auðveld dansnámskeið þar sem öllum er óhætt að mæta og njóta þess að dansa og skemmta sér.

Myndband frá Bræðsluhelginni

Um Bræðsluna var á ferðinni tökulið á vegum Tuborg TV, en það hafði það markmið að fanga stemninguna í firðinum yfir þessa mögnuðu helgi. Tökumaður var Skúli Andrésson yngri, ættaður frá Framnesi og honum til halds og trausts var Olgeir nokkur Pétursson.

Nýr fréttaritari ráðinn á Borgarfirði

Á meðan fréttamiðlar landsins skera niður og fækka fréttamönnum á landsbyggðinni, blæs borgarfjordureystri.is til sóknar því í dag var formlega ráðinn til síðunnar nýr fréttamaður.

Réttir í Brandsbalarétt

Við höfum verið heppin með veðrið heima að undanförnu, sérstaklega þegar horft er til aðstæðna og norðanlands. Smalamennskan heima hefur gengið vel samkvæmt okkar bestu heimildum en hér eru nokkrar myndir sem Magnús Þorri tók í Brandsbalarétt á dögunum.